Kenyatta hrósaði sigri

11.08.2017 - 19:29
epa06138157 Supporters of the incumbent President and the leader of the ruling Jubilee coalition Uhuru Kenyatta cheer as they wait for the electoral body to announce Kenyatta's victory, in downtown Nairobi, Kenya, 11 August 2017. The electoral body
 Mynd: EPA
Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, hlaut 54,27 prósent atkvæða í umdeildum forsetakosningum. Raila Odinga, keppinautur hans um embættið, hlaut 44,74 prósent atkvæða samkvæmt niðurstöðum sem kosningastjórn í Kenía tilkynnti í kvöld.

Bandalag stjórnarandstöðuflokka greindi frá því undir kvöld að hún ætlaði hvergi að koma nærri þegar úrslitin verða tilkynnt. Hún sakar kjörstjórnina um að hafa virt allar óskir sínar að vettugi. Fyrr í dag birti Reuters fréttastofan frétt þar sem fram kom að stjórnarandstaðan væri tilbúin að viðurkenna úrslitin ef hún fengi að sjá öll tölvugögn úr öllum kjördæmum landsins, 41 þúsundi talsins. Yfirmaður tæknimála hjá landskjörstjórninni segir að engin formleg beiðni hafi borist um að fá að sjá tölvugögnin. Ekki komi til greina að bregðast við munnlegri beiðni.

Óeirðalögregla í höfuðborginni Naíróbí og víðar er við öllu búin þegar úrslitin liggja fyrir. Eftir forsetakosningarnar árið 2007 létu yfir eitt þúsund manns lífið í blóðugum óeirðum og fjöldi fólks hraktist að heiman. Erlendir kosningaeftirlitsmenn segja að forsetakosningarnar hafi að mestu leyti farið óaðfinnanlega fram.