Kemur til greina að skoða Kleppjárnsreyki

29.02.2016 - 18:43
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur mögulegt að fella könnun á starfsemi uppeldisheimilisins að Kleppjárnsreykjum undir vistheimilanefnd. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna um hvort til greina komi að vistheimilanefnd skoði vinnuheimillið að Kleppjárnsreykjum þar sem ungar stúlkur voru vistaðar á hernámsárunum.

Einnig var spurt hvort til greina kæmi að rannsökuð verði framganga stjórnvalda gagnvart stúlkum sem áttu samskipti við hermenn á hernámsárunum hvað varðar njósnir, yfirheyrslur og meðferð. Í svari Sigmundar Davíðs segir að slík rannsókn gæti ekki fallið undir verkefni vistheimilanefndar að óbreyttum lögum.

„Ég teldi því eðlilegra að skoðað yrði hvernig best mætti haga skoðun á þessum málum í heild sinni og að hún yrði ekki afmörkuð við starfsemi Kleppjárnsreykja. Sýnist mér að þar þurfi víðtækara umboð en vistheimilanefnd hefur samkvæmt gildandi lögum."  

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV