Kaupskipaverkfall á miðnætti

01.02.2016 - 22:29
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV  -  RÚV Anton Brink
Ekkert bendir til annars en að verkfall vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum hefjist á miðnætti. Samninganefndir skipstjórnarmanna, vélstjóra og viðsemjenda sitja enn á samningafundum hjá ríkissáttasemjara.

Eitthvað útspil mun hafa komið síðdegis frá Samtökum atvinnulífsins sem semja fyrir hönd Eimskips og Samskipa. Samkvæmt upplýsingum Fréttastofu mun það ekki hafa dugað til. Samtals nær verkfallið til sjö kaupskipa hjá skipafélögunum tveimur. Eitt skipanna er við bryggju í Reykjavík en hin tínast inn næstu daga og halda ekki úr höfn fyrr en samningar takast.