Karlar í kennslu, rafbækur og ferðatakmarkanir

15.02.2016 - 18:04
Mynd með færslu
 Mynd: -  -  Flickr
Afhverju eru bara einn til tveir af hverjum hundrað leikskólakennurum karlar? Líta ungir karlmenn ekki á það sem valkost að kenna leikskólabörnum? Síðdegisútvarpið talaði um karla í kennslu við Egil Óskarsson leikskólakennara og Harald Frey Gíslason formann félags leikskólakennara.

Hin forna og rótgróna heimild manna til frjálsrar farar um Ísland virðist vera í uppnámi. Þetta segir Helgi Jóhannesson lögmaður og vísar til þess að Alþingi þurfi að útskýra betur hvaða heimild landeigendur hafa til þess að takmarka eða banna ferðir fólks um landið.

Mörgum til mikillar gleði er nú hægt að kaupa fjölda íslenskra bókatitla sem rafbækur á amazon. Ekki alla, að sjálfsögðu, en þeim hefur fjölgað talsvert undanfarið. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sagði frá fyrirætlunum um að margfalda slíka útgáfu á næstunni.

Veðurstofa Íslands spáir stormi í dag og kvöld víða um land með slyddu og rigningu.  Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur var á línunni. 

Hver verður næsti James Bond? Líklega ekki Daniel Craig, sem hefur leikið hann í síðustu fjórum myndum, því hann hefur sjálfur lýst því yfir að hann hafi ekki minnsta áhuga á því. En hvernig Bond vill heimsbyggðin?  Jón Agnar Ólason blaðamaður og Bond-áhugamaður velti vöngum yfir því.

Mynd með færslu
Guðmundur Pálsson
dagskrárgerðarmaður
Síðdegisútvarpið
Þessi þáttur er í hlaðvarpi