Kannabis og amfetamín í Hafnarfirði

Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason  -  RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu leitað í mörgum húsum í Hafnarfirði og lagt hald á talsvert af kannabisefnum, m.a. tugi kannabisplantna á ýmsum stigum ræktunar, og enn fremur ætlað amfetamín. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þá hefur lögreglan tekið í sína vörslu nokkuð af búnaði sem fylgir starfsemi af þessu tagi. Karlar hafa komið við sögu í öllum þessum málum, flestir á fertugsaldri, en sá elsti í hópnum er á sjötugsaldri.

Mynd með færslu
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV