Kanna lestargöng milli Helsinki og Tallin

05.01.2016 - 17:31
epa01922438 An image showing empty rails, near Brussels South Railway staion (Gare du Midi -Zuidstation) which has been closed due to a 24-hour strike that started 04 November at 22.00, 05 November 2009. Only Eurostar and Thalys passengers could enter to
 Mynd: EPA  -  BELGA
Stjórnir Finnlands og Eistlands hafa samþykkt að kanna hagkvæmi þess að gera lestargöng undir Kirjálabotn milli höfuðborganna Helsinki og Tallin.

Hugmynd þessi hefur verið rædd um skeið og var frumskýrsla birt um málið í febrúar á liðnu ári. Nú hafa ríkin tvö leitað fjárstuðnings frá Evrópusambandinu til að halda verkefninu áfram. 

Kristen Michal, efnahagsmálaráðherra Eistlands, sagði að loknum fundi fundi með Anne Berner, samgönguráðherra Finnlands, í Tallin í dag, að framkvæmdir ættu að geta hafist innan áratugar. 

Berner sagði að göngin gæfu Finnum tækifæri til að tengjast Rail Baltica, járnbraut fyrir hraðlest milli Tallin til Varsjár í Póllandi, með viðkomu í Lettlandi og Litáen.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV