Kanada: 8 vélsleðamenn hafa látist um helgina

31.01.2016 - 00:40
A helicopter flies past a snow-capped mountain top near McBride, British Columbia on Saturday, Jan. 30, 2016. Five snowmobilers died Friday in a major avalanche in the Renshaw area east of McBride. (Darryl Dyck/The Canadian Press via AP)
Fjallið þar sem snjóflóðið féll á laugardag er rétt austan við smábæinn McBride í Bresku Kólumbíu.  Mynd: AP  -  CP
Þrír létust í tveimur vélsleðaslysum í Ontario í Kanada í gær og fyrradag. Tveir vélsleðar rákust saman í gær, laugardag, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að fimm vélsleðamenn fórust í snjóflóði í Bresku Kólumbíu í vestanverðu Kanada. Tveir menn létu lífið í árekstrinum. Í hinu slysinu, sem varð á föstudag, fóru tveir vélsleðar niður um ís á stöðuvatni. Fernt var á sleðunum, þrjú komust óhult á land en einn lést.

Snjóflóðin sem féllu á laugardag og kostuðu fimm vélsleðamenn lífið eru talin hafa fallið af mannavöldum. Mikið og blautt nýsnævi var ofan á harðfrera í bröttum fjallshlíðum, á svæði sem lokað var vetraríþróttafólki. Sérfræðingar á sviði snjóflóðavarna telja allar líkur á að umferð vélsleðanna hafi átt drjúgan þátt í að flóðin fóru af stað. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV