Kanada: 5 vélsleðamenn fórust í snjóflóði

30.01.2016 - 07:58
A helicopter flies past a mountain near McBride, British Columbia on Saturday, Jan. 30, 2016. Five snowmobilers died Friday in a major avalanche in the Renshaw area east of McBride. (Darryl Dyck/The Canadian Press via AP)
 Mynd: AP  -  CP
Fimm vélsleðamenn létust í miklu snjóflóði sem féll nærri smábænum McBride í Bresku Kólumbíu, um 800 kílómetra norðaustur af Vancouver, síðdegis í gær. Sex öðrum var bjargað lifandi úr flóðinu, en þrír ótengdir hópar vélsleðamanna munu hafa verið á ferðinni þar sem fljóðið féll. Björgunarsveitarmenn sögðu vélsleðamennina hafa ekið inn á svæði sem lokað sé skíðafólki og öðrum vetraríþróttamönnum.

Talsmaður yfirvalda sagði svæðið ekki ætlað til afþreyingar eða útivistar. Fréttaveitan AFP hefur eftir fulltrúa Avalanche Canada, samtökum sérfræðinga á sviði snjóflóða, að allar líkur séu á að snjóflóðið hafi orðið af mannavöldum. 30 sentimetra nýsnævi er á þessum slóðum ofan á þéttum snjóalögum, og mikil hætta talin á frekari snjóflóðum.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV