Kaffi og sígó á morgnana og viskí á kvöldin

Major Pink
 · 
Poppland
 · 
Skonrok(k)
 · 
Tónlist
 · 
Tónlistarmyndband
 · 
Menningarefni

Kaffi og sígó á morgnana og viskí á kvöldin

Major Pink
 · 
Poppland
 · 
Skonrok(k)
 · 
Tónlist
 · 
Tónlistarmyndband
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
03.07.2017 - 13:45.Vefritstjórn.Skonrok(k), .Poppland
Hljómsveitin Major Pink sendir í dag frá sér tónlistarmyndband við glænýtt lag sem heitir „Coffee & Cigarettes“. Gunnar Ingi, forsprakki sveitarinnar, ræddi við Poppland um nýja lagið og myndbandið í dag.

Myndbandið er skotið af tveggja manna teymi á einum degi. Handrit er eftir Major Pink og Knút Haukstein úr Flying Bus, sem sá um leikstjórn og myndatöku en hann gerði einnig fyrsta tónlistarmyndband Major Pink við lagið Hope. Klippt af Heimi Snær. Major Pink samdi lagið og sá um upptökur og hljóðblöndun.

„Kaffi og sígó á morgnana og viskíglas á kvöldin“ – Þessi setning lýsir öllu í laginu Coffee & Cigarettes eftir Major Pink, segir í tilkynningu frá sveitinni. Sagan er falin á milli línanna sem hver og einn túlkar fyrir sig.

Hér má heyra viðtal við Gunnar Inga og Knút Haukstein