Jürgen Klopp fær fé til leikmannakaupa

01.03.2016 - 19:15
epa05106834 Liverpool's manager Juergen Klopp reacts during the English Premier League soccer match between Liverpool and Manchester United at Anfield, Liverpool, Britain, 17 January 2016.  EPA/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with
Jurgen Klopp horfði á sína menn tapa í dag.  Mynd: EPA
Jürgen Klopp fær umtalsvert fé til leikmannakaupa í sumar og uppgjör liðsins sýnir bætta stöðu liðsins. Mario Götze er sagður efstur á óskalistanum.

Tekjur liðsins jukust um 16,5% á síðasta tímabili og hafa aldrei verið meiri eða 298 milljónir punda. Guardian segir að Mario Götze, leikmaður Bayern sé efstur á óskalistanum, ásamt Piotr Zielinski miðjumanni Udinese og hinn ungi vinstri bakvörður Ben Chilwell hjá Leicester. Liðið hefur þegar tryggt sér miðvörðinn Joël Matip frá Schalke og leikstjórnandann Marko Grujic frá Rauðu stjörnunni í Bergrad. Klopp gæti haft umtalsvert meira fé á milli handanna ef honum tekst að selja Christian Benteke og Mario Balotelli og talið er líklegt að Joe Allen yfirgefi herbúðir liðsins ásamt leikmönnum sem eru samningslausir eins og Kolo Touré, José Enrique og João Teixeira.

 

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV