Jóakim og Marie ætla í bíltúr um Reykjavík

20.01.2016 - 09:51
epa04340939 Danish Prince Joachim (C) and his wife Princess Marie (L) along with Danish Environment Minister Kirsten Brosboel (R) host a reception at the Schackenborg Castle in Moegeltoender, Denmark, 04 August 2014, where about 100 guests from home and
 Mynd: EPA  -  SCANPIX DENMARK
Jóakim Danaprins og Marie, prinsessa, eru væntanleg til landsins á morgun til að vera viðstödd hundrað ára afmæli Dansk-Islandsk Samfund. Á föstudag heimsækja prinsinn og prinsessan meðal annars Hörpu og ætla í bíltúr um Reykjavík til að sjá áhrif dansks arkitektúrs á íslensku höfuðborgina.

Dagskrá Jóakims og Marie er birt á vef dönsku konungsfjölskyldunnar. Þau ætla einnig að skoða íslenska hönnun í Epal en á föstudagskvöld verða þau meðal gesta í veglegri afmælisveislu í tilefni af hundrað ára afmæli Dansk-Islands Samfund.

Jóakim og Marie sóttu sambærilega afmælisveislu í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði. Meðal annarra gesta þar voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Uffe Elleman Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Þar var boðið upp á íslenskar kræsingar og gestum bauðst að stíga léttan dans að loknu borðhaldi.

Jóakim er yngri sonur Margrétar Þórhildar og Henriks prins. Margrét kom hingað til Íslands í opinber heimsókn fyrir tveimur árum í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara. Friðrik krónprins, og Mary prinsessa, komu hingað í opinbera heimsókn fyrir átta árum í boði forseta Íslands. 

 

 

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV