Jeppi gjöreyðilagðist í bruna

17.02.2016 - 12:17
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir  -  RÚV
Jeppi gjöreyðilagðist í bruna í morgun á Skeggjagötu í Reykjavík skammt frá Gunnarsbraut.

Slökkvilið og lögregla voru fljót á staðinn. 

 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir  -  RÚV

Jeppinn er af gerðinni Land Cruiser og er bílaleigubíll.

Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir  -  RÚV

Ferðamenn voru búnir að taka hann á leigu og setja hann í gang. Þeir voru að búa sig undir að leggja af stað þegar eldurinn kom upp. Enginn þeirra var þó í bílnum. 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir  -  RÚV

Lögreglumaður á staðnum sagði við Fréttastofu að þekkt væri hér á landi að eldur kæmi upp í bílum í frosti þegar safnast hefði raki í vélinni. 

Þetta myndband tók Örn Tönsberg í morgun og birti á Twitter

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV