Játaði smygl á 870 grömmum af kókaíni

19.06.2017 - 16:23
Mynd með færslu
 Mynd: CC  -  Pixabay
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 35 ára Hollending í 18 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn kom til landsins 26. mars með flugi frá frá Brussel. Í líkama hans fundust falin tæp 870 grömm af kókaíni í 89 pakkningum.

Maðurinn játaði sök við þingfestingu málsins í dag og dómur var kveðinn upp í kjölfarið. Hann hefur dvalið í fangelsinu á Hólmsheiði síðan hann var handtekinn.

Fréttastofa sagði frá því í maílok að þrettán sætu í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamála sem hefðu komið upp í Leifsstöð síðan í mars.

 

Mynd með færslu
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV