Jarðskjálfti við Kleifarvatn

15.07.2017 - 00:29
Mynd með færslu
 Mynd: Ferðastiklur Þór Freysson  -  RÚV
Jarðskjálfti, 3,1 að stærð, varð við suðurenda Kleifarvatns laust fyrir miðnætti í kvöld. Fáir, mun minni skjálftar fylgdu í kjölfarið, en nú er allt með kyrrum kjörum. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði og á Suðurnesjum, og dæmi eru um að fólk hafi orðið hans vart í Reykjavík.

Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir alltaf einhverja lítilsháttar virkni á þessu svæði. Þessi skjálfti sé að líkindum aðeins dæmi um þá virkni og ekkert óvenjulegt á seyði. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV