Jarðskjálfti skekur Kópasker

02.02.2016 - 17:48
Þrettánda janúar voru fjörutíu ár síðan stór jarðskjálfti skók Kópasker. Hann olli miklum skemmdum á mannvirkjum en blessunarlega urðu ekki umtalsverð meiðsl á fólki. Við rifjuðum þennan atburð upp.

„Sum nýju húsin eru sprungin en engar meiriháttar skemmdir virðast hafa orðið á kaupfélagshúsunum en það eru stærstu húsin á staðnum. Miklar skemmdir hafa hins vegar orðið á vörum og innréttingum í aðalverslunarhúsnæði kaupfélagsins og það er ekki orðum aukið að segja að þar inni er allt eins og eftir loftárás.“ Svona lýsti Kári Jónasson fréttamaður aðstæðum á Kópaskeri eftir jarðskjálftann sem þar reiðir yfir fyrir 40 árum. Mörg hús eyðilögðust og önnur skemmdust.

Við spilum tvær fréttaupptökur í þættinum þar sem Kári fer á vettvang og kynnir sér aðstæður í janúar 1976 og heyrum nýtt viðtal sem við tókum við Friðrik Jónsson, 97 ára, en hann var oddviti Presthólahrepps þegar jarðskjálftinn reið yfir. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Sögur af landi
Þessi þáttur er í hlaðvarpi