Jarðskjálfti í Kötluöskjunni í Mýr­dals­jökli

15.07.2017 - 20:33
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson  -  RUV
Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli rétt upp úr klukkan 19:00 í kvöld. Lítilsháttar skjálftavirkni hefur síðan mælst í kvöld. Þrír eða fjórir minni skjálftar hafa gert vart við sig. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að þetta sé framhald á virkninni sem er búin að vera í Kötlu síðan í fyrrasumar. Síðan skjálftavirknin byrjaði að aukast í fyrrasumar hafa mælst skjálftar allt að 4,5 að stærð. Sá stærsti var í ágúst í fyrra.

Skjálftinn í kvöld á að sögn sérfræðings upptök sín undir jöklinum og er langt frá byggð, þannig að ekki hefur hlotist neitt tjón af skjálftanum svo vitað sé.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV