Jarðlestakerfinu lokað í Brussel

22.03.2016 - 08:50
epa05225142  Passengers are evacuated from the terminal building after explosions at Brussels Airport in Zaventem near Brussels, Belgium, 22 March 2016. Dozens of people have died or been injured in a double blast in the departure hall of Zaventem Airport
Farþegar rýma flugvallarbyggingu við eftir sprengingar á Zaventem-flugvellinum, í útjaðri Brussel.  Mynd: EPA  -  ANP
Búið er að loka jarðlestakerfinu í Brussel eftir sprengingarnar í Brussel í morgun. Stjórnandi lestakerfisins staðfestir þetta eftir að sprengja sprakk á Malbeek lestarstöðinni nærri miðborg Brussel.

Myndir sýna svartan reyk yfir lestarstöðinni en engar fréttir hafa borist um slys á fólki. Yfirvöld í Brussel biðja fólk um að halda sér þar sem það er. Allar almenningssamgöngur í borginni liggja niðri.

 

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV