Jacinda Ardern laðar að fylgi

31.08.2017 - 11:04
FILE - In this Aug. 16, 2017 file photo, New Zealand Labour Party leader Jacinda Ardern sits with a student in their classroom during a visit to Addington School in Christchurch, New Zealand. Opinion polls showed New Zealand's conservative National
Jacinda Ardern, leiðtogi Verkamannaflokksins, í heimsókn í skóla í Christchurch fyrr í þessum mánuði.  Mynd: ASSOCIATED PRESS  -  AP
Verkamannaflokkurinn á Nýja Sjálandi er með meira fylgi en Þjóðarflokkurinn, sem er við stjórn, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var í morgun.

Munurinn er tvö prósentustig, en fylgi Verkamannaflokksins er samkvæmt könnuninni 43 prósent, en 41 hjá Þjóðarflokknum. Að sögn fréttastofunnar AFP er þetta í fyrsta skipti síðan 2006 að Verkamannaflokkurinn fær meira fylgi í könnun.

Þetta sé einkum þakkað nýjum leiðtoga flokksins Jacindu Ardern, en fylgi flokksins hafi aukist um 19 prósentustig síðan hún tók þar við forystu fyrr í þessum mánuði. Þingkosningar verða á Nýja Sjálandi 23. september.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV