Íslendingur vann 86 milljónir í Víkingalottó

20.01.2016 - 19:22
Mynd með færslu
 Mynd: Rúv
Íslendingur var einn af þremur vinningshöfum í Víkingalottóinu í kvöld og fær hver þeirra rúmlega 86,3 milljónir króna skattfrjálsar í sinn hlut. Potturinn var tvöfaldur í kvöld. Vinningsmiðinn hér á landi var keyptur í Samkaupum Úrvali á Selfossi.

Þetta er í 25 skiptið sem 1. vinningur í Víkingalottóinu kemur til Íslands og í annað skiptið sem fyrsti vinningur í Víkingalottói er keyptur á þessum sama sölustað.  

Hinir tveir vinningshafarnir eru Norðmenn. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV