Íslendingar tilraunadýr Costco?

19.05.2017 - 19:01
Markmið Costco er kannski að nota Íslendinga sem tilraunadýr. Þetta er mat forstöðumanns Rannsóknarseturs verslunarinnar. Costco opnar í Kauptúni í Garðabæ á þriðjudaginn. Hluti plansins fyrir utan verslunina er enn afgirtur vegna framkvæmda og svo virðist sem allt kapp sé lagt á að gera verslunarrýmið klárt fyrir opnun. Margir lögðu leið sína í verslunina í dag til þess að verða sér úti um aðildarkort. Væntingarnar eru miklar.
Mynd með færslu
 Mynd: ruv

Spegillinn tók nokkra tilvonandi viðskiptavini bandaríska heildsölurisans tali. Sumir voru að vísu komnir með kort sjálfir en voru að sækja kort fyrir makann. Flestir þeirra sem Spegillinn ræddi við vænta þess að vöruverð í Costco verði um 20% lægra en gengur og gerist.  Sumir hyggjast reyna að beina nær öllum framtíðarviðskiptum til Costco. Aðrir keyptu sér aðildarkort af einskærri forvitni og ætluðu að bíða og sjá. Hér má hlýða á viðtöl Spegilsins við Costco-gesti og Emil B. Karlsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar sem telur að Costco ætli sér ekki endilega að ýta öðrum út af markaðnum. 

Mynd með færslu
 Mynd: ruv
Emil B. Karlsson.