Íslendingar handteknir fyrir ræktun á Spáni

06.03.2016 - 23:15
Kannabisplöntur í gróðurhúsi í Hollandi.
 Mynd: Mateusz Atroszko  -  Freeimages
Tveir Íslendingar voru handteknir á Spáni í febrúar, grunaðir um aðild að umfangsmikilli kannabisræktun. Vísir.is greinir frá þessu í kvöld og hefur eftir spænska héraðsmiðlinum Diaroinformacion.

Vísir segir að þeir séu grunaðir um að hafa svikið út rafmagn fyrir andvirði þriggja milljóna íslenskra króna.
Lögreglu í San Miguel barst nafnlaus ábendin í tölvupósti um kannabisræktun í tveimur húsum. Tvær konur og tveir karlar á þrítugs- og fertugsaldri voru handtekin vegna málsins í febrúar. 76 plöntur voru gerðar upptækar, 2.600 grömm af þurrkuðu maríúana og 1140 græðlingar. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV