Íslendingar gáfu Portúgal 12 stig

13.05.2017 - 22:15
Björgvin Halldórsson kynnti til sögunnar stig íslensku dómnefndarinnar í Eurovision. Þar fengu Portúgalar 12 stigin, Ástralía fékk 10 og Svíþjóð 8. Í íslensku símakosningunni fékk Portugal einnig 12 stig, Belgía 10 og Svíþjóð 8.

Í dómnefndinni í ár eru þau Helga Möller, Pétur Örn Guðmundsson, Stefanía Svavarsdóttir, Kristján Viðar Haraldsson og Hildur Guðný Þórhallsdóttir.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Salvador Sobral var í skýjunum með stigin frá Íslandi
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Stigin frá íslensku dómnefndinni

Stigin úr íslensku símakosningunni