Íslendingar beðnir um að láta vita af sér

08.09.2017 - 15:52
epa06192064 A business owner boards up windows of a restaurant ahead of the expected arrival of Hurricane Irma in downtown Miami, Florida, USA, 08 September 2017. Miami Beach, the Florida Keys and other low-lying areas are under a mandatory evacuation
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Allir íbúar Flórídaríkis - 20 milljónir manna - ættu að vera undir það búnir að þurf að hafa sig á brott, að sögn ríkisstjórans. Búist er við að fellibylurinn Irma fari yfir Flórída á sunnudag.

Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, lýsti því í sjónvarpsávarpi í dag, að fellibylurinn Irma muni ganga yfir Flórída-skaga, stranda á milli. Gríðarlegt úrhelli fylgi honum, auk þess sem viðbúið sé að sjór gangi á land. Hann brýndi fyrir fólki að hlýða yfirvöldum, verði því fyrirskipað að hafa sig á brott. Og hvatti allar þær 20 milljónir manna sem búa á Flórída, til að vera tilbúin til að hafa sig á brott.

Utanríkisráðuneyti Íslands og sendiráð Íslands í Washington hvetja fólk til að hlíta ráðum og leiðbeiningum yfirvalda. Þá eru Íslendingar á svæðinu beðnir um að láta ættingja og vini vita af sér.

Irma er ekki lengur flokkuð sem fimmta stigs fellibylur, sem er hæsta stig, líkt og þegar fellibylurinn fór yfir Karíbahaf. Hann er nú fjórða stigs fellibylur, en enn talinn gríðarlega hættulegur. 

Fulltrúadeild Bandaríkjaþing samþykkti í dag að veita fimmtán milljörðum dala í neyðaraðstoð vegna fellibylja - jafnvirði nær sextán hundruð milljarða króna