Íslandsbanki kominn í eigu ríkisins

30.01.2016 - 08:30
Höfuðstöðvar Íslandsbanka
 Mynd: RÚV
Íslandsbanki er kominn í eigu ríkisins, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Ingólfi Haukssyni, framkvæmdastjóra Glitnis að búið sé að afhenda ríkinu allt stöðugleikaframlag slitabúsins. Inni í því var 95% hlutur í Íslandsbanka. Eigið fé Íslandsbanka nam um 185 milljörðum króna um mitt síðasta ár.

 

Þá segir í Fréttablaðinu að einnig hafi verið afhentir eignarhlutir slitabúsins í ýmsum íslenskum fyrirtækjum - meðal annars hlutir í Sjóvá, Reitum og lítill hlutur í Eimskipum. Lán Glitnis til Reykjanesbæjar hafa einnig verið afhent ríkinu.