Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi

03.03.2016 - 17:18
Mynd með færslu
Rafn Kumar Bonifacius lék vel í fyrsta leik dagsins.  Mynd: Tennis.is
Íslenska landsliðið í tennis tapaði í dag naumlega fyrir Svartfjallalandi í sterku móti í Eistlandi. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Svartfjallalands. Rafn Kumar Bonifacius vann sinn leik gegn Rrezart Cungu og vann bæði settin 6-4.

Birkir Gunnarsson laut lægra haldi fyrir Ljubomir Celebic í tveimur settum sem fóru bæði 6-2 fyrir Celebic. Í tvíliðaleiknum léku Birkir og Rafn Kumar gegn þeim Celebic og Pavle Rogan og þar voru Svartfellingar sterkari og unnu sigur 6-3 og 6-3.

Á morgun leikur íslenska landsliðið við Andorra um þriðja sætið í riðlinum. en Andorra tapaði fyrir Svartfellingum í gær. Íslenska liðið tapaði fyrir Kýpur í fyrsta leik liðsins á mótinu í gær, 2-1.

Hér má fylgjast með gengi Íslands í mótinu

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður