Ísland mætir Brasilíu á Laugardalsvelli

19.05.2017 - 09:47
epa05499641 Brazil's Marta in action during the women's Bronze Medal match of the Rio 2016 Olympic Games soccer tournament between Brazil and Canada, at Corinthians Stadium in Sao Paulo, Brazil, 19 August 2016.  EPA/ALAN MORICI **BRAZIL OUT**
Marta í leik með Brasilíu gegn Kanada um bronsið á Ólympíuleikunum í Ríó sl. sumar.  Mynd: EPA
Kvennalandslið Íslands og Brasilíu í knattspyrnu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 13. júní n.k. Samningur þess efnis var undirritaður í gærkvöld.

Brasilía er með eitt af sterkustu kvennalandsliðum í heimi og er í 9. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan Ísland er í 18. sæti. Með Brasilíu leikur Marta sem fimm sinnum hefur verið kjörin knattspyrnukona ársins hjá FIFA, árin 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010. Hún hefur fjórum sinnum orðið í 2. sæti í kjörinu, síðast árið 2014 og tvisvar í þriðja sæti.

Leikur Íslands og Brasilíu verður síðasti leikur Íslands fyrir Evrópumótið í Hollandi þar sem fyrsti leikur Íslands verður 18. júlí gegn Frökkum. Ísland er þar einnig í riðli með Sviss og Austurríki.

 

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður