Ísland langneðsta liðið í EM riðlinum

04.02.2016 - 10:11
Mynd með færslu
 Mynd: Knattspyrnusamband Íslands
Ísland fellur um tvö sæti á styrkleikalista FIFA í febrúarútgáfunni sem birt var í morgun. Ísland er í 38. sæti og er enn næst efsta Norðurlandaþjóðin á listanum. Af þeim fjórum þjóðum sem verða saman í F-riðli á EM í Frakklandi í sumar er Ísland 19 sætum á eftir næsta liði, Ungverjum.

Ísland lék þrjá vináttulandsleiki í janúar og telja þeir í útreikningum við listann.
Finnland-Ísland 0-1
S.A. Furstadæmin-Ísland 2-1
Bandaríkin-Ísland 3-2

Svíar eru efstir af Norðurlöndunum í 35. sæti, Ísland í 38. sæti, Danir í 40. sæti, Finnar í 47. sæti og Norðmenn stökkva upp um 4 sæti í 50. sæti. Færeyingar eru í 94. sæti.

17 efstu þjóðirnir standa í stað á listanum og eru Belgar enn á toppnum.

1. Belgía
2. Argentína
3. Spánn
4. Þýskaland
5. Chile

Albanía og Alsír eru í næstu sætum fyrir ofan Ísland á listanum en Grikkland í næsta sæti fyrir neðan.

35. Svíþjóð
36. Albanía
36. Alsír
38. Ísland
39. Grikkland
40. Danmörk

Ísland er langneðst af þeim liðum sem verða saman í F-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 19 sæti eru í næsta lið, Ungverjaland.

7. Portúgal
10. Austurríki
19. Ungverjaland
38. Ísland

Palestína er hástökkvari mánaðarins en liðið er komið upp í 110. sæti og fer upp um 21 sæti. Þá næsta Sádí Arabía sem fer upp um 20 sæti og er í 55. sæti.

STYRKLEIKALISTI FIFA

 

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður