Ísland í 3. sæti í eftirlaunaöryggi

21.07.2017 - 14:12
Full length of senior couple jumping against sky and having fun
 Mynd: www.Be-Younger.com  -  flickr.com
Öryggi og afkoma eftirlaunaþega á Íslandi er með því allra besta sem gerist í heiminum samkvæmt Alheimseftirlaunastaðlinum - Global Retirement Index - fyrir árið 2017

Öflugt stuðningsnet hækkar einkunn

Natixis Global Asset Management stofnunin vinnur staðalinn. Í bandaríska fréttamiðlinum CNBC kemur fram að Ísland er í 3. sæti á eftir Noregi sem trónir efst á listanum og Sviss sem er í 2. sæti. Löndin í efstu sætunum fá háa einkunn fyrir sterkt velferðarkerfi, almennt og aðgengilegt heilbrigðiskerfi, jafnlaunastefnu og öflugt lífeyrissjóðakerfi. Svíþjóð er í 4. sæti, Danmörk í því 8. og Finnland í 12. sæti. Bandaríkin eru í 17. sæti og líða fyrir mikinn mun á launum landsmanna. Talið er að lífsgæði meira en helmings Bandaríkjamanna versni þegar þeir fara á eftirlaun.

Mynd með færslu
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV