Ísland hafði betur gegn Frökkum

06.02.2016 - 14:05
Mynd með færslu
Íslenska landsliðið í bandý skoraði sjö mörk gegn Frökkum í dag.  Mynd: IFF Floorball
Ísland vann í dag sinn fyrsta leik í undankeppni HM í bandý sem fram fer í Slóvakíu. Íslenska liðið hafði betur gegn því franska, 7-4. Frakkar byrjuðu af meiri krafti og komust yfir í leiknum en íslenska liðið lék mjög vel í þriðja og síðasta leikhlutanum og vann góðan sigur.

Andreas Stefansson var besti maður íslenska liðsins í dag en hann skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar. Íslenska liðið spilaði mjög vel og gefur sigurinn liðinu eflaust aukið sjálfstraust. Kristian Magnússon var með tvö mörk og gaf eina stoðsendingu. Martin Bruss Smedlund var með eitt mark. Tryggvi Stefánsson varði 32 skot í íslenska markinu, þar af mörg dauðafæri.

„Við vissum að við gætum unnið þennan leik. Til þess þurftum við að spila frábæran varnarleik og bæta sóknarleikinn miðað við síðustu leiki. Við gerðum það í dag og unnum því algjörlega verðskuldaðan sigur í dag,“ sagði Martin Bruss Smedlund, fyrirliði íslenska liðsins í leikslok.

Mynd með færslu
 Mynd: IFF Floorball
Íslenska landsliðið í bandý.
Mynd með færslu
 Mynd: IFF Floorball
Martin Smedlund, fyrirliði Íslands, í baráttunni í dag.
Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður