Irma varð tíu að bana á Kúbu

11.09.2017 - 15:32
epa06196595 People walk in the water at a flooded street of Havana, Cuba, 10 September 2017. Severe storm surge flooding cut power and forced the evacuation of thousands of people in the aftermath of Hurricane Irma.  EPA-EFE/Ernesto Mastrascusa
Margar götur í Havana voru umflotnar vatni vegna fellibylsins Irmu.  Mynd: EFE-EPA  -  EFE
Tíu hafa fundist látnir á Kúbu af völdum fellibylsins Irmu. Hann fór yfir landið um helgina. Að sögn almannavarna í Havana eru orsakir dauðsfallanna ýmsar. Nokkrir drukknuðu, svalir hrundu niður á strætisvagn og þá lést að minnsta kosti einn þegar hann fékk raflost.

Vindhraðinn fór í meira en fjörutíu metra á sekúndu í Havana þegar verst lét. Nokkur hverfi í borginni urðu umflotin vatni vegna ausandi rigningar og sjávarflóða. Dæmi voru um að vatnið næði fólki í mitti.

Um miðbik landsins var veðrið ennþá verra. Þar mældist vindhraðinn sjötíu  metrar á sekúndu að sögn ríkisfjölmiðlanna á Kúbu. Yfir tvær milljónir landsmanna voru fluttar að heiman, þar sem útlit var fyrir að Irma ætti eftir að valda manntjóni og skemmdum á byggingum.

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV