Íris: Snæfellingar voru betri

13.02.2016 - 16:20
„Við lögðum okkur fram, vorum góðar. Snæfellingar voru bara betri,“ sagði Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Grindavíkur eftir tap liðsins gegn Snæfelli í bikarúrslitum í Laugardalshöll í dag.

Grindvíkingar áttu bikarmeistaratitil að verja frá því í fyrra en Snæfell hafði yfirhöndina og landaði sanngjörnum sigri. Íris vonast til að ósigurinn verði til þess að þjappa Grindavíkurliðinu enn betur saman.

„Við komum sterkar inn í úrslitakeppnina og vinnum Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Íris en heyra má viðtalið í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður