Íris skoraði tólf mörk í sigri Vals

02.03.2016 - 21:39
Mynd með færslu
 Mynd: Eva Björk
Valur fer upp fyrir ÍBV í þriðja sæti Olís-deildar kvenna í handbolta eftir góðan sigur á Selfossi á Hlíðarenda í kvöld, 30-24. Íris Pétursdóttir Viborg átti stórleik og skoraði 12 mörk fyrir Val en Hrafnhilur Hanna Þrastardóttir skoraði 9 mörk fyrir Selfoss sem situr í sjöunda sæti eftir leikinn.

Fylkir átti ekki í miklum vandræðum með lið HK og vann tíu marka sigur; 30-20. Pat­ricia Szölösi skoraði 7 mörk fyrir Fylki.

Afturelding vann aðeins sinn annan leik á leiktíðinni í kvöld þegar liðið hafði betur gegn ÍR, 23-27 og FH vann öruggan sigur á Fjölni þar sem Sigrún Jóhannsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið.

Úrslit í leikjum kvöldsins:
Val­ur 30 - 24 Sel­foss
Fylk­ir 30 - 20 HK
FH 25 - 14 Fjöln­ir
ÍR 23 - 27 Afturelding
Grótta 27 - 21 ÍBV

 

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður