Íranar hafa staðið við sitt

16.01.2016 - 20:58
epa05105224 The flag of the International Atomic Energy Agency (IAEA) flies in front of the UN seat before the talks between the E3+3 (France, Germany, Britain, China, Russia, US) and Iran at Vienna International Centre in Vienna, Austria, 16 January 2016
Fáni Alþjóðajarnorkumálastofnunarinnar.  Mynd: EPA
Stjórnvöld í Teheran hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins við stórveldin sem gerir það að verkum að samningurinn öðlast gildi og hægt verður að aflétta refsiaðgerðum gegn Íran.

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin greindi frá þessu í kvöld og sagði að eftirlitsmenn stofnunarinnar hefðu staðfest að Íranar hefðu farið í einu og öllu eftir ákvæðum samningsins.

Fréttastofan AFP hefur eftir embættismanni í Washington að Bandaríkjastjórn hafi fengið staðfestingu frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni um stjórnvöld í Teheran hefðu staðið við öll skilyrði og farið yrði að aflétta efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Íran. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV