Íran staðið við allar kjarnorkuskuldbindingar

26.02.2016 - 16:57
epa05154151 An Iranian student flashes a V for victory sign during a ceremony marking the 37th anniversary of the 1979 Islamic revolution, at the Azadi (Freedom) square in Tehran, Iran, 11 February 2016. The event mark the 35th anniversary of the Islamic
 Mynd: EPA
Stjórnvöld í Íran hafa staðið við allar skuldbindingar sínar vegna samkomulags um takmörkun á kjarnorkuáætlun landsins. Þetta kemur fram í fyrstu skýrslu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur sent frá sér eftir að samkomulagið tók gildi sextánda janúar síðastliðinn.

Í skýrslunni segir að óháðir eftirlitsmenn hafi staðfest samvinnu Írana, sem hafi uppfyllt allar kröfur stofnunarinnar.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV