Ingó veðurguð segir sögur í Gerðubergi

09.02.2016 - 14:42
Á Sagnakaffinu í Gerðubergi er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefnt.

 

 Ingólfur Þórarinsson eða Ingó veðurguð byrjaði 12 ára að spila á kassagítarinn sinn og hefur gert það síðan. Hann sló í gegn árið 2008 þegar hann gaf út lagið Bahama með hljómsveitinni Veðurguðunum, þá aðeins 22 ára gamall.

Ingó hefur lifað á músíkinni síðan og hefur bæði sungið og skemmt landanum einn með gítarinn sinn eða með hljómsveitinni. Hann semur öll sín lög og texta sjálfur og textarnir fullir af glettni og húmor.

Ingó kom í Mannlega þáttinn í dag.

 

 

 

 

 

Mynd með færslu
Guðrún Gunnarsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Mannlegi þátturinn
Þessi þáttur er í hlaðvarpi