Indverskir snjallsímar á tæpar þúsund krónur

17.02.2016 - 09:26
epa04611519 An Indian commuter stands as he browses the internet with his smartphone in Calcutta, India, 09 February 2015. Calcutta, capital of West Bengal, has become India's first fully WiFi-enabled metro city. Indian telecom company Reliance JIO
 Mynd: EPA
Indverski símaframleiðandinn Ringing Bells hefur í dag sölu á ódýrasta snjallsíma heims en hann kostar tæpar eitt þúsund íslenskar krónur. Það er innan við eitt prósent af því sem ódýrustu iPhone símar frá Apple kosta á Indlandi.

Talsmaður fyrirtækisins segir að þetta muni valda byltingu í snjallsímaiðnaðinum. Símarnir eru settir saman á Indlandi, en eru að mestu gerðir úr aðkeyptum hlutum. Nú þegar er mikið af ódýrum snjallsímum á indverska markaðnum en þeir eru flestir framleiddir í Kína og kosta um tvö þúsund og fimm hundruð íslenskar krónur. Einn milljarður farsímanúmera er skráður á Indlandi.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV