Induction

17.12.2015 - 21:00
Jólamoli vikunnar er tileinkaður unga fólkinu.

Valnefndin hefur ákveðið að birta myndina Induction eftir ungu og efnilegu kvikmyndagerðamennina Anton Karl Kristensen og Ásgeir sigurðsson. Valnefndin hvetur þá áfram til dáða í listinni og hlakkar til að sjá meira frá þeim í framtíðinni.

Jólakonfekt Örvarpsins

Í ár bárust Örvarpinu fjöldinn allur af Örmyndum af öllum gerðum í kvikmyndalist. Örvarpið þakkar fyrir glæsilega þátttöku árið 2015 og hlakkar til ársins 2016.

Valnefnd Örvarpsins óskaði eftir því að birta þrjár örmyndir til viðbótar sem sýndar verða sem sérstakt jólakonfekt Örvarpsins í desember næstu þrjá fimmtudaga og er Induction, annar molinn.