Í mörg horn að líta hjá björgunarsveitum

21.02.2016 - 17:51
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg
Þyrla landhelgisgæslunnar sótti í dag karlmann sem slasaðist í sumarbústað við Þingvallavatn en björgunarsveitin á Selfossi hafði verið kölluð út til að aðstoða sjúkraflutningamenn við að komast á slysstað. Björgunarsveitin hjálpaði síðan aðstandendum að komast til Reykjavíkur.

 

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa víða verið að störfum í dag, yfirleitt vegna ófærðar.

Tilkynnt var um nokkra fasta bíla á Mosfellsheiði og Þingvallavegi, á Snæfellsnesi voru fastir bílar á Vatnaleið og við Vegamót, í Langadal á Möðrudalsöræfum voru fjórir bílar með 11 manns fastir. Fólkið var flutt á Jökuldal en bílarnir skildir eftir.

Á Fáskrúðsfirði var björgunarsveit kölluð út þegar þakgluggi fauk upp á íþróttahúsinu. Þegar komið var á staðinn var glugginn farinn og opinu því lokað með plötu. 

 

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV