Í hvaða búningum spilar landsliðið?

19.02.2016 - 13:20
Mynd með færslu
Þessi búningataska var send í snarhasti í ferðalag til Ilhavo í Portúgal í morgun.  Mynd: kki.is
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik ferðaðist til Portúgal í gær þar sem liðið leikur landsleik í undankeppni EM gegn heimakonum á morgun. Vandamál er hins vegar komið upp þar sem búningataskan skilaði sér ekki og því eru góð ráð dýr.

Á vef Körfuknattleikssambands Íslands er atburðarásinni lýst með skemmtilegum hætti en búið er að senda nýja búningatösku og vonast menn til þess að hún skili sér í tæka tíð. 

RÚV sýnir beint frá leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM miðvikudaginn 24. febrúar sem hefst klukkan 19:30 í Laugardalshöll. 

Af vef KKÍ: 

Íslenski hóp­ur­inn lagði af stað frá Íþróttamiðstöðinni klukk­an fimm í morg­un og skilaði sér ekki upp á hót­elið fyrr en rúm­um tutt­ugu tím­um síðar. Það voru því þreytt­ir Íslend­ing­ar sem mættu á hót­el ís­lenska liðsins í Ilhavo rétt eft­ir miðnætti að staðar­tíma.Ferðalagið gekk samt ágæt­lega, fyrst þriggja tíma flug til Brus­sel og svo annað tæp­lega þriggja tíma flug til Lissa­bon eft­ir nokkra tíma bið í Brus­sel sem ís­lenski hóp­ur­inn nýtti í stutt ferðalag til borg­ar­inn­ar.Vand­ræðin hóf­ust þó þegar eins task­an skilaði sér ekki eft­ir flugið frá Brus­sel. Þegar bet­ur var að gáð var það sjálf bún­ingatask­an sem vantaði sem eru ekki alltof góðar frétt­ir fyr­ir leik­inn á laug­ar­dag­inn.Guðbjörg Norðfjörð, far­ar­stjóri ís­lenska hóps­ins, fór strax í að reyna að hafa upp á tösk­unni mik­il­vægu en lítið var um svör. Á meðan beið bæði ís­lenski hóp­ur­inn og rút­an eft­ir því að leggja af stað til Ilhavo sem eru í um þriggja tíma fjar­lægð frá Lissa­bon. Eft­ir að hafa gert viðeig­andi ráðstaf­an­ir gat ís­lenski hóp­ur­inn lagt af stað bún­inga­laus til Ilhavo. Nú er bara að vona að bún­ingatask­an skili sér til Ilhavo fyr­ir leik­inn sem er klukk­an 18:30 á laug­ar­dags­kvöldið.Íslenska liðið æfir tvisvar sinn­um í íþrótta­höll­inni í Ilhavo á morg­un og fær þá gott tæki­færi til að hrista úr sér þetta langa ferðalag og kynn­ast um leið leikstað laug­ar­dags­ins.

Mynd með færslu
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður