„Hvers vegna komstu ekki hreint fram?“

17.05.2017 - 16:50
„Hvers vegna ertu að setja upp þessa löngu fléttu með blekkingum? Hvers vegna komstu ekki hreint fram á þessum tíma og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur?" Þessa spurningu bar Vilhjálmur Bjarnason þingmaður upp við Ólaf Ólafsson á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og vitnaði til yfirlýsingarinnar um aðkomu þýska bankans.

Ólafur segir að Vilhjálmur sé með stórar yfirlýsingar. „Ég ætla ekki að segja hversu góður eða slæmur Hauck & Aufhäuser er en hann hefur verið starfandi í meira en 200 ár á meðan allir íslenskir bankar hafa farið á hausinn," segir Ólafur. 

Hann segir að yfirlýsinguna, sem Vilhjálmur vísar til, hafa verið samda af ríkinu. Vilhjálmi hleypur kapp í kinn og bendir á að yfirlýsingin sem hafi verið send sé merkt kaupendum. Fréttamaður RÚV segir að spennan hafi verið áþreifanleg í salnum. 

 

Mynd með færslu
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV