Hvergerðingar skipuleggja sérbýli

01.03.2016 - 18:20
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson  -  RÚV
Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir byggðina nyrst í Hveragerði liggur nú frammi á skrifstofu bæjarins. Þar eru skipulögð einbýlis og parhús, ýmist á einni eða tveimur hæðum. Skipulagssvæðið afmarkast af Laufskógum, Bröttuhlíð, Klettahlíð og Þverhlíð. Gert var ráð fyrir kaupum á landi undir sérbýli í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar. Mikil fjölgun varð í Hveragerði á síðasta ári og lóðir undir sérbýli seldust upp.
Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV