Hver er Harry Nilsson?

Popptónlist
 · 
Rás 2
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
 · 
Albúmið

Hver er Harry Nilsson?

Popptónlist
 · 
Rás 2
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
 · 
Albúmið
Mynd með færslu
03.03.2016 - 13:58.Kristján Freyr Halldórsson.Albúmið
… og af hverju eru allir að tala um hann? Sú hljómplata sem verður undir nálinni og smásjánni í næsta þætti Albúmsins, heitir því skemmtilega nafni 'Nilsson Schmilsson' og er sjöunda hljómplata ameríska tónlistarmannsins Harry Nilsson.

Hljómplatan kom út í nóvember 1971 og var að mestu leyti tekin upp og hljóðblönduð í Trident hljóðverinu í Lundúnum. 

Það er eflaust margir sem þekkja til lagasmíða Nilssons en færri sem þekkja sögu þessa skrautlega tónlistarmanns. Eitt af því sem skaut listamanninum á stjörnuhimininn, fyrir utan lagið Everybody’s talkin úr Midnight Cowboy, var þegar þeir John Lennon og Paul McCartney boðuðu til blaðamannafundar vegna stofnunar Apple fyrirtækisins árið 1968. 

Á þeim fundi var nefnilega Lennon spurður hver væri uppáhalds tónlistamaður hans og hann svaraði, Harry Nilsson! Sömuleiðis var McCartney spurður út í uppáhalds hljómsveit sína. Paul svaraði; Harry Nilsson! Í framhaldi þessa fundar sneri öll athygli heimsins að Harry Nilsson.

Mikill vinskapur skapaðist með þeim Nilsson og Bítlunum, þeir voru hans mest aðdáendur og fékk hann viðurnefnið „Hinn ameríski Bítill”. Þá er víðfrægt þegar John Lennon skyldi við Yoko Ono og áttu mikið drykkjutímabil sem kallað var „týnda helgin”, þá varði hin svokallaða helgi í átján mánuði. Helsti samverkamaður Lennons þessa mánuði var enginn annar en Harry Nilsson.

Við kynnumst flytjandanum og heyrum hans þekktustu hljómplötu, Nilsson Schmilsson frá árinu 1971 - hér í Albúminu, föstudaginn 04. mars kl. 19.20 eða strax að loknum kvöldfréttum.

Fylgið okkur endilega á Facebooksíðunni okkar: https://www.facebook.com/Albumid/