Hvenær var gullöld Evrópu?

13.01.2016 - 15:27
Andri Snær Magnason spyr hvenær Evrópa var fullkomin.

Það er einhver tíska að tala um hnignun Evrópu, en hvenær var Evrópa upp á sitt besta? Var það 1914 til 1918? Voru það árin kringum 1930? Ekki voru það stríðsárin þegar tífalt fleiri dóu á hverjum klukkutíma heldur en fórust í París um daginn og ekki 40 árin eftir stríð þegar öll austurblokkin var bak við járntjald.

Þá grunaði engan að við gætum ferðast og eignast vini í Póllandi og Eistlandi og Litháen án þess að geltandi menn með vélbyssur bíði við hver landamæri.

Hvenær er gullöld Evrópu? Var hún fyrir fimm árum? Er hún kannski núna? Eldar loga og fólk flýr - 99,99 prósent gott og fallegt fólk. Ég held að það sé hægt að endurbyggja Sýrland á styttri tíma en fátækar ekkjur endurbyggðu Varsjá. Er það hægt? Já - það er hægt - Evrópa sannar það. Er raunsætt að sakna Evrópu þar sem hver og ein þjóð skellir í lás og ,,stendur í lappirnar"?

Er Evrópa fullkomin? Nei, hundraðþúsund hlutir sem þarf að laga, en samt er þetta líklega skásti heimur allra heima - og það er hægt að gera hann betri.

Mynd með færslu
Bergsteinn Sigurðsson
dagskrárgerðarmaður
Kastljós
Menningin