Hvað getur ein lítil kona gert?

08.12.2016 - 12:43
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Listakonurnar Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir hafa verið haldnar heimskautabakteríu síðan þær kynntust. Þær fjalla um ævi Ólafar „eskimóa“, sannleikann sem sífellt hörfar undan og bráðnandi jökla í nýju útvarpsverki í tveimur þáttum sem nefnist Lök yfir jökul: af Ólöfu eskimóa og fleiri hvítum lygum.

Ólöf var bláfátæk, dvergvaxin og flutti ung að árum til Vesturheims. Þar hlaut hún frægð og vegsemd sem fyrirlesarinn Olof Krarer - á þeim forsendum að hún væri „eskimói“. Hún smíðaði leiktjöld úr grænlenskum ís utan um lygasögu sína, búning úr ísbjarnarfeldi eskimóa, sveipaði hana dulúð sagna skáldaðra forfeðra og ljóma heimskautanna til að skapa sér framtíð þar sem hún hefði annars átt enga von.

Í þáttunum er fjallað um litlar manneskjur, stórar áhyggjur og tilfinningar þeirra sem horfa á flóðið koma. Post-truth var valið alþjóðlega orð ársins 2016 og því er velt upp að hvort staðreyndir skipta minna máli en það sem fólk vill trúa. Í þættinum er fjallað um röddina, tækifæri og blekkinguna. Hvað getur ein lítil kona gert? Hvað þarf að tala hátt til þess að heimurinn hlust

Fyrri þátturinn er á dagskrá á Rás 1, laugardaginn 10. desember klukkan 14 og seinni þátturinn á sama tíma viku síðar. 

 

 

Höfundar:

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Sigrún Hlín Sigurðardóttir

 

Tónlist:

Marteinn Sindri Jónsson

Terje Isungset

Washington Phillips

 

Viðmælendur:

Berglind Sunna Stefánsdóttir

Inga Dóra Björnsdóttir

 

Lestur:

Sólveig Guðmundsdóttir les úr fyrirlestri Ólafar Sölvadóttur í þýðingu Ingu Dóru Björnsdóttur

Birkir Brynjarsson

Huld Konráðsdóttir

 

Mynd með færslu
Þorgerður E. Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Útvarpsleikhús