Húsleit hjá fyrrverandi forseta Brasilíu

epa04922466 Former Brazilian president Luiz Inacio Lula da Silva speaks during the inauguration of a health center in the town of Jose C Paz, in the province of Buenos Aires, Argentina, 09 September 2015.  EPA/David Fernandez
 Mynd: EPA  -  EFE
Brasilíska lögreglan gerði í morgun húsleit hjá Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins. Þá var da Silva færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Þetta er hluti af umfangsmikilli rannsókn á meintu peningaþvætti og spillingu í kringum ríkisrekna olíufyrirtækið Petrobras.

Að sögn yfirvalda hafa fengist heimildir til húsleitar á 33 stöðum, meðal annars heima hjá syni da Silva, og ellefu hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Um tvö hundruð alríkislögreglumenn gerðu húsleit á nokkrum stöðum í Rio de Janeiro, Sao Paulo og Bahia í morgun. 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV