Hundruð þúsunda hlýddu á messu páfa

18.02.2016 - 08:21
epa05167255 Pope Francis smiles upon his arrival at the US border, before celebrating mass at the Ciudad Juarez fairgrounds, Mexico, 17 February 2016. Throngs gathered at Mexico's border with the United States for a huge mass with Pope Francis
 Mynd: EPA  -  AFP
Að minnsta kosti 300.000 manns hlýddu á útimessu sem Frans páfi tileinkaði flóttafólki á landamærum Mexikó og Bandaríkjanna í gær.

Páfi fjallaði um harmleik þeirra sem neyddir væru til að gerast flóttamenn í messunni sem hann söng í mexíkósku landamæraborginni Ciudad Juarez þar sem sér yfir Rio Grande fljótið yfir til El Paso í Bandaríkjunum.

Páfinn lagði blóm að krossi til minningar um það flótta- og farandfólk sem dáið hefur við að reyna að komast yfir landamærin. Þá heimsótti hann fanga í fangelsi Ciudad Juarez sem hefur verið ein mesta glæpaborg Mexikó. Páfi segir að menn geti ekki leitt hjá sé að mannlegar hörmungar síðustu ár hafi valdið því að þúsundir manna séu á flótta.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV