Hundruð Breta hafa farið til Sýrlands

16.01.2016 - 12:29
epa05089461 British Foreign Secretary Philip Hammond meets with Chinese Premier Li Keqiang (unseen) at the Zhongnanhai Leadership Compound in Beijing, China, 06 January 2016. Hammond is in China on an official visit.  EPA/MARK SCHIEFELBEIN / POOL
Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands.  Mynd: EPA  -  AP POOL
Frá árinu 2012 hafa um 800 Bretar farið til Sýrlands til að berjast og er helmingurinn þar enn. Breskir fjölmiðlar höfðu þetta í dag eftir Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, sem sagði að um 600 hefðu verið stöðvaðir á leið til Sýrlands til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamska ríkið.

Hammond sagði að á undanförnum mánuðum hefðu fleiri Bretar verið stöðvaðir í Tyrklandi á leið til Sýrlands en áður. Það stafi meðal annars af aukinni samvinnu Breta og Tyrkja, auk þess sem stjórnvöld í Ankara endurskilgreint þá ógn stafa af Íslamska ríkinu. Utanríkisráðherrann sagði að auk loftárása væru aðgerðir til að hindra liðsauka til Íslamska ríkisins farnar að hafa áhrif.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV