Hundrað milljarða framkvæmdir

27.02.2016 - 12:33
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson  -  RÚV
Hið opinbera hyggur á mun meiri verklegar framkvæmdir í ár en undanfarin ár. Stefnt er að framkvæmdum fyrir um hundrað milljarða á þessu ári en aukningin er á frekar þröngu sviði. Framkvæmdir á vegum orkufyrirtækja eru fyrirferðarmestar á þessu. ári. Helstu framkvæmdaaðilar hins opinbera kynntu áformaðar framkvæmdir fyrir tæpa 100 milljarða króna á nýafstöðnu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins.

Þar kom meðal annars fram að áætlaðar framkvæmdir Landsvirkjunar nema tum tuttugu milljörðum króna í ár. Isavia, Framkvæmdasýsla ríkisins og Landsnet ætla að framkvæma fyrir um ellefu til tólf milljarða hver stofnun.

"Þetta er mikil aukning á milli ára," segir Árni Jóhannsson forstöðumaður bygginga- og mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Hann segir gallann hinsvegar vera þann að ákveðnir þættir í opinberum framkvæmdum sitji eftir. "Það er náttúrulega viðhald á gatna- og vegakerfinu. Þar er mikil uppsöfnuð þörf sem verður að ráðast í."

 

Mynd með færslu
Gísli Einarsson