„Hundarnir voru aldrei í hættu“

19.06.2017 - 19:00
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir  -  RÚV
„Vegfarandi sem á heima þarna rétt hjá átti leið fram hjá og tilkynnti um reykskynjara í gangi og reyk út um glugga og það var bara allt sett í gang,“ segir Haraldur Logi Hringsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, um mikinn viðbúnað í Þingvallastræti um sex leytið í kvöld. Húsráðendur voru að heiman en tveir hundar voru í húsinu og segir Haraldur að þeir hafi aldrei verið í hættu.

„Slökkviliðið kom og hleypti hundunum út. Þeir voru aldrei í hættu. Ættingi eiganda hússins kom og tók hundana í öruggt skjól.“

Reykurinn hafi komið frá eldavél í einbýlishúsinu en enginn eldur skapaðist. „Þetta reyndist ekki vera mikill reykur, bara lykt,“ bætir Haraldur Logi við. Reykræsting hafi tekið mesta tímann. 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir  -  RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV