Hugðist ræna forsetahundi

09.01.2016 - 04:50
epa03923055 A White House staffer walks Bo and Sunny, the Obama family dogs, on the South Lawn of the White House, in Washington, DC, USA, on 24 October 2013  EPA/Drew Angerer / POOL
 Mynd: EPA  -  Bloomberg POOL
Lögregla í Washington handtók karlmann í gær, grunaðan um að ætla að ræna öðrum hundi Baracks Obama. Vopn fundust í bíl his grunaða.

Haglabyssa, riffill og sveðja fundust í bíl mannsins sem yfirvöld segja að hafi ætlað að ræna annað hvort Bo eða Sunny. BBC hefur eftir lögreglumönnum að maðurinn hafi haldið því fram að hann væri launsonur John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna, og Marilyn Monroe. Þá hugðist hann sjálfur bjóða sig fram til forseta.
Maðurinn er ákærður fyrir brot gegn vopnalögum Washingtonborgar.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV